Iceland

Eru hitaeiningasnauðir megrunarkúrar besti valkosturinn til þess að draga úr þyngd?

Líkamsþyngd veltur á ýmsum breytum. Hins vegar gegnir magn orkunnar sem við neytum í hlutfalli við orkuna sem við eyðum venjulega stóru hlutverki. Til þess að léttast þarf að daga úr neyslu hitaeininga og auka líkamsáreynslu til þess að tryggja að orkujafnvægið verði neikvætt. Ef líkaminn hefur ekki tiltækar þær hitaeiningar sem hann þarf að nota sem orku til að sinna ýmsum viðfangsefnum þarf hann að sækja þær í fituforðann og þá má búast við því að líkamsþyngd tapist. Jafnvel þótt mikið vit virðist vera í kenningunni um „orku inn og orku út“ hefur stefnan verið í þá átt að leggja áherslu á bæta hlutfall næringarefna í mataræðinu í heild sinni og breyta um leið lífsstílnum í stað þess að minnka eingöngu heildarneyslu hitaeininga.1

Þar að auki snýst þetta ekki einungis um hitaeiningar. Gæði mataræðisins á afar mikilvægan þátt í árangrinum í þyngdarstjórnun. Með því að leggja ríkari áherslu á næringarefni en hitaeiningar getum við tryggt okkur öll þau ómissandi næringarefni sem líkaminn þarfnast, meira að segja meðan við ráðumst til atlögu við þyngdina. Almennt má segja að fæða sem er auðug af próteini, snauð af kolvetnum og snauð af fitu gefi uppörvandi árangur að því er varðar þyngdarstjórnun og stjórn á seddutilfinningu.2, 3 Hitaeiningasnautt mataræði, án hæfilegs magns af próteini, getur aukið hættuna á því að tapa vöðvamassa. Til þess að lágmarka vöðvatapið sem orkuskert fæði getur haft í för með sér er því ráðlagt að borða hágæðaprótein á hverjum degi ásamt því að stunda styrktarþjálfun til þess að tryggja uppbyggingu og viðhald á vöðvamassa.4 

Um leið og þyngdartapinu er náð er áskorunin ávallt að varðveita óskaþyngdina til langframa. Heildstæð nálgun í átt að því að bæta ákveðna þætti í hegðun einstaklings fremur en að fara í skyndikúr í stuttan tíma verður ávallt okkar helsta ráðlegging. Í boði eru fjölmargir megrunarkúrar sem byggjast á alls kyns aðferðum sem leiða til mismunandi útkomu. Hins vegar hentar enginn þeirra öllum.

Þótt minnkuð hitaeininganeysla sé mikilvægt skref í átt að því að ná tökum á þyngdinni er alveg eins mikilvægt að velja fasta og fljótandi fæðu sem er næringarefnarík svo við getum haldið áfram að uppfylla næringarþarfirnar meðan mataræðið er hitaeiningaskert. Næringarefnarík matvæli einkennast af því að þéttni næringarefna í þeim er mikil þrátt fyrir fáar hitaeiningar, öfugt við fæðu á borð við sælgæti, sem inniheldur mikinn fjölda hitaeininga en ekki nóg af næringarefnum. Gott dæmi um næringarefnarík matvæli eru próteinríkir drykkir.

Takmörkun á daglegri hitaeininganeyslu er skynsamlegur valkostur, en megrunarkúrar með takmörkuðum hitaeiningum eru ekki allir af sömu gæðum. Þeir sem eru kallaðir sveltikúrar (very low calorie diets – VLCD), venjulega með undir 600 kkal á dag, eru af mörgum ástæðum ekki ráðlagðir sem æskileg leið til þess að ná tökum á þyngdinni. Þegar líkaminn hefur ekki úr nægilegri orku að moða bregst hann við með því að draga úr eyðslunni. Niðurstaðan verður því að færri hitaeiningum er brennt. Þvert á móti næst skilvirkari stjórn á líkamsþyngdinni ef líkaminn fær nægilegan fjölda hitaeininga til þess að sinna athöfnum daglegs lífs. Í sveltikúrum er erfiðara að tryggja sér rétta magnið af næringarefnum til þess að uppfylla daglegar þarfir sínar. Með reglulegri hreyfingu fjölgar þeim hitaeiningum sem við brennum og þá getur fólk sem vill léttast leyft sér að borða fæðu sem þarf vissulega að vera hitaeiningasnauð en þó ekki í þeim mæli sem einkennir sveltikúra. Þar að auki hafa sveltikúrar ekki reynst skila árangri til langframa því fólk sem fylgir þeim léttist gjarnan afar hratt en tekst síðan venjulega ekki að varðveita nýju þyngdina. Þessi tegund megrunarkúra hefur einnig verið tengd við ýmis heilsufarsvandamál sem fylgja því að færa líkamanum ekki nægilegan hitaeiningafjölda.4

Orkuskerðinguna sem fylgir þyngdarstjórnun þarf að skipuleggja miðað við persónulegar þarfir hvers og eins í samræmi við venjur, líkamseiginleika og erfileikastig og tíðni líkamsáreynslu. Þessum ráðleggingum þurfa að fylgja breytingar á því hegðunarmynstri sem mótar lífsstílinn og best er ef í boði er stuðningsnet þar sem hægt er að sækja sér hjálp og hvatningu.  Almennt er talið að mataræðið þurfi að innihalda að lágmarki 1200 til 1500 kkal fyrir konur og 1500 til 1800 kkal fyrir karla á dag til þess að gera þyngdarstjórnun skilvirkari og öruggari.5

  1. Lott, MP. et al (2017). Áhrif lífsstílsskipulags á hreyfingu og þyngd til lengri tíma (Impact of Lifestyle Strategies on Longer-Term Physical Activity and Weight). Tímaritið Journal of Physical Activity and Health, 19(1), 22. doi: 10.1123/jpah.2016-0508.
  2. Bray et al (2017). Fylgni er milli merkiefna um neyslu próteins og árangurs í þyngdartapi í POUNDS Lost rannsókninni (Markers of dietary protein intake are associated with successful weight loss in the POUNDS Lost trial). Tímaritið Clinical Obesity, 7(3), 166-175.
  3. Flechtner-Mors, M. et al. (2010). Aukið þyngdartap með hjálp próteinbættra máltíðardrykkja hjá einstaklingum með efnaskiptaheilkenni (Enhanced weight loss with protein-enriched meal replacements in subjects with the metabolic syndrome). Tímaritið Diabetes/Metabolism Research and Reviews, 26(5), 393-405.
  4. Tsai, AG. Wadden, TA. (2006). Þróun sveltikúra: uppfærðar upplýsingar og safngreining (The evolution of very-low-calorie diets: an update and meta-analysis). Tímaritið Obesity, 14 (8), 1283-93.
  5. Raynor et al. 2016. Afstaða bandarísku Akademíunnar um næringar- og manneldismál (Position of the Academy of Nutrition and Dietetics): Inngrip til meðferðar við yfirþyngd og offitu hjá fullorðnum (Interventions for the Treatment of Overweight and Obesity in Adults). Tímaritið Journal of the Academy of Nutrition and Dietetics, 116 (1), 129-147.

Mataræði fólks er orðið orkuríkt en samt næringarefnasnautt. Heilu þjóðirnar borða of mikið en eru samt vannærðar um leið og þær innbyrða óhóflega margar hitaeiningar. Herbalife hefur helgað sig því að hjálpa fólki að tryggja sér vel samsetta næringu sem er fyrirhafnarlítil í notkun og gerir neytendum kleift að hafa stjórn á skammtastærðum og næringarsamsetningu máltíða sinna. Formula 1 máltíðardrykkir frá Herbalife eru ætlaðir til þess að hjálpa fólki að ná stjórn á þyngdinni. Þeirra er því neytt í miklum mæli í stað daglegra máltíða. Ef markmiðið er að léttast er fólki ráðlagt að fá sér tvo máltíðardrykki á dag til viðbótar við eina vel samsetta máltíð. Til þess að varðveita sömu þyngd er hins vegar mælt með einum máltíðardrykk á dag til viðbótar við tvær vel samsettar máltíðir.