Iceland

Fáðu sem allra mest út úr frammistöðu þinni í ræktinni!

Ef þú vilt styrkja þig í ræktinni, forðast óþörf íþróttameiðsli eða auka hæfni þína í ákveðinni íþróttagrein þarft þú að leggja þig fram um að læra rétta æfingatækni.

Í ræktinni velur fólk oftar en ekki líkamsæfingu af því að hún lítur vel út eða það hefur horft á einhvern annan framkvæma hana. Vandamálið er að við vitum ekki hvort við berum okkur rétt eða rangt að við æfingarnar sjálf fyrr en einhver bendir okkur á það eða við verðum fyrir meiðslum.

Þegar þú þjálfar þig í ræktinni eru líkamsæfingarnar sem verða fyrir valinu ekki ætlaðar til þess eins að láta þig taka þig vel út. Sérhver æfing gegnir sínum tilgangi og þjálfar tiltekinn vöðva eða vöðvahóp. Til þess að uppskera hámarksávinning af hverri æfingu fyrir sig skiptir sköpum að líkamsbeitingin sé rétt.

Slæm eða óheppileg æfingatækni getur aukið hættuna á meiðslum, einkum ef lóðalyftingar eru hluti af líkamsþjálfuninni. Lóðalyftingar valda gífurlegu álagi á líkamann og góðri æfingatækni er sérstaklega ætlað að tryggja að þú getir hreyft þig á öruggan hátt með lóðin. Ef tæknin bregst leggur þú ónauðsynlegt álag á líkamssvæði á borð við bak, axlir og hné.

Með því að leggja þig fram um að læra hvernig þú getur æft þig á sem skilvirkastan hátt tryggir þú þér hámarksávinning af styrktarþjálfuninni og nýtur um leið öryggis í ræktinni.

Notaðu spegil

Horfðu á þig í spegli meðan þú framkvæmir líkamsæfingu. Gakktu úr skugga um að líkamsstaðan sé í góðu jafnvægi og að þú beitir þér ekki meira með annarri hliðinni en hinni. Lagfærðu líkamsstöðuna eftir þörfum.

Horfðu á myndbönd

Hafðu á hreinu hvernig líkamsæfing á að líta út áður en þú prófar að framkvæma hana. Þú getur ráðið þér þjálfara til þess að sýna þér réttu aðferðina, horft á þjálfunarmyndbönd eða lesið bók.

Herbalife Nutrition, í samstarfi við Samantha Clayton, hefur sett á fót 21 dags áskorun þar sem röð æfingamyndbanda er halað upp daglega í 21 dag. Smelltu á myndina til að fá nánari upplýsingar.

Farðu þér hægt

Ein stærsta gildran sem þú getur fallið í er að auka erfiðleikastig æfinganna of hratt, og þá sérstaklega endurtekningafjöldann og álagið sem er lagt á líkamann. Meira er ekki endilega alltaf betra. Leggðu hart að þér í líkamsþjálfuninni, en gættu þess samt að hlusta á líkamann og átta þig á því hvenær rétt er að hægja aðeins á sér. Reyndu að halda þig við fyrirframákveðið æfingaálag í fáeinar vikur. Um leið og þú þarft ekki að hafa mikið fyrir æfingunum lengur er komið merki um að tímabært sé að færa sig upp á næsta stig. Ef þú gerir of mikið of fljótt eru allar líkur á því að líkamsbeitingin verði röng.

Gættu þess að nota ekki of þung lóð

Ekki láta utanaðkomandi þrýsting fá þig til að lyfta lóðum sem eru of þung fyrir þig. Góð leið til að skera úr um hvort lóð séu of þung er að hlusta á líkamann. Ef þú getur ekki lyft þeim með jafnri, rykkjalausri hreyfingu og varðveitt góða líkamsbeitingu, eða ef þér finnst þú þurfa að halda niðri í þér andanum, er komin góð vísbending um að þú þurfir að létta lóðin.

Líkamsæfingar eiga aldrei að vera sársaukafullar. Ef vart verður við sársauka eru góðar líkur á því að líkamsbeitingin sé röng. Hættu þá tafarlaust og gerðu nauðsynlegar lagfæringar á líkamsstöðunni til þess að framkvæma æfinguna rétt. Ef þú finnur eftir sem áður fyrir sársauka átt þú að forðast viðkomandi líkamsæfingu alfarið.

Næst þegar þú mætir í ræktina skalt þú taka frá smástund til þess að meta hvernig þú lítur út og hvernig þér líður meðan þú framkvæmir líkamsæfingarnar. Hreyfing er okkur eðlislæg frá náttúrunnar hendi og því ættu allar hreyfingar að vera fremur þægilegar. Gerðu þetta skemmtilegt og gættu þess að fá sem mest út úr frammistöðunni í ræktinni í hvert sinn sem þú reynir á þig.