Iceland

Hvernig get ég eflt ónæmiskerfið með fæðu og fæðubótarefnum?

Ónæmiskerfið er afar flókin samsetning af frumum, vefjum og líffærum sem tengjast innbyrðis til þess að vernda líkamann gegn sýklum, þ.e.a.s. örverum sem valda sjúkdómum. Örverur, á borð við veirur, skaðlegar bakteríur, sveppi og sníkla geta auðveldlega komið sér fyrir í mannslíkamanum. Hlutverk ónæmiskerfisins er að skerast í leikinn til þess að forðast að það gerist. Alls kyns þættir greiða fyrir því að þetta kerfi starfi á réttan hátt og þar af er heilnæmur lífsstíll með góðri næringu og hæfilegri hreyfingu helsti burðarásinn.1

Í daglegu lífi sínu verður mannkynið fyrir barðinu á mengun, sýklum, eiturefnum í umhverfinu og streitu og allt stuðlar þetta að myndun sindurefna. Sindurefni eru afar óstöðugar sameindir sem geta auðveldlega komið af stað efnahvörfum sem skaða frumur, ef andoxunarefni verða ekki fyrri til og „slökkva á“ þeim. Þegar sindurefni myndast bregst líkaminn við með bólgusvörun, sem hefur reynst leiða til sjúklegs heilsufarsástands af mörgu tagi og stuðla að því að við þróum með okkur ákveðna sjúkdóma.2  Hins vegar gegna andoxunarefni því hlutverki að hlutleysa sindurefni með því að koma í veg fyrir óhóflegan oxunarskaða. Andoxunarefni eru vopnið sem líkaminn hefur yfir að ráða til þess að berjast gegn þessari tegund af skaða. Í þéttbýlum borgum er umhverfismengun venjulega alltof mikil. Við það eykst utanaðkomandi álag á fólk til muna og þá eykst hættan á því að fram komi áhrif á ónæmiskerfið. Á hinn bóginn gætu ákveðnar lífsstílsbreytingar hugsanlega unnið gegn oxunarskaða og eflt ónæmiskerfið.3

Bólguferli geta gert vart við sig af völdum streitu og óheilnæms fæðu- og lífsstílsvals og þessir þættir eru nátengdir veikburða og vanstilltu ónæmiskerfi. Vannæring hefur reynst vera einn aðalþátturinn sem veldur ójafnvægi milli magnsins af skaðlegum sindurefnum annars vegar og andoxunarefnum hins vegar. Þar fyrir utan er fólk sem flokkast í yfirþyngd eða offitu gjarnan með miklar bólgur í líkamanum. Af þeirri ástæðu er ávallt heillavænlegt að halda líkamsþyngdinni innan eðlilegra marka.4

Almennt er ráðlagt að auka tiltækt magn af „varnarefnum“ til mótvægis við ytra álagið sem við verðum fyrir á degi hverjum. Reykingar, ofdrykkja, of lítil hreyfing, skortur á gæðasvefni og ójafnvægi á næringunni eru einungis fáeinir af þeim þáttum sem gætu stuðlað að aukinni hættu á því að þróa með sér alls kyns heilsufarsvandamál.

Meðal þeirra næringarefna sem eru nauðsynleg til þess að viðhalda eðlilegri starfsemi í ónæmiskerfinu eru allmörg vítamín og steinefni, en þau eru þó mismiklir þátttakendur í ónæmissvörun. Vítamínin C og D og steinefnin selen og sink eru talin vera ómissandi í þessu samhengi.5 C-vítamín er að finna í fjöldanum öllum af ávöxtum og grænmeti og þá einkum sítrusávöxtum, jarðarberjum, spergilkáli (brokkólí) og rósakáli, en D-vítamín er að finna í fæðu úr dýraríkinu. Feitur fiskur, kjöt, lifur og egg innihalda gjarnan þessa tegund af leysanlegu vítamíni í mikilli þéttni. Selen er gerð af steinefni sem er að finna í alls kyns fæðu. Fjölbreytni selengjafa ætti að vera ljós þegar minnst er á sardínur og túnfisk annars vegar og kjúkling, nautakjöt og Brasilíuhnetur hins vegar. Að því er sink varðar er hægt að tryggja sér það steinefni í nauðsynlegum styrk með því að borða spínat, fræ og nautakjöt með reglulegu millibili.

Venjubundin hreyfing ásamt vel samsettri fæðu, sem hefur að geyma fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti, mjólkurvörur, fræ, hnetur og fisk, færir okkur þau næringarefni sem eru nauðsynleg til þess að viðhalda eðlilegu ónæmiskerfi.

Ekki eru allir í sömu stöðu því ákveðnir áhættuhópar eru berskjaldaðri en aðrir. Fólk sem hreyfir sig einstaklega mikið eða fólk sem lifir afar erilsömu lífi, sefur ekki nóg eða borðar óheppilega samsetta fæðu er líklegra til þess að verða fyrir áhrifum á ónæmiskerfið.  Þar fyrir utan er aldursferlið á einhvern hátt tengt minnkuðum hæfileika til þess að sýna viðeigandi ónæmissvörun þegar þörf krefur.6 Að tryggja líkamanum vel samsetta næringu sem er sérsniðin að einstaklingsbundnum þörfum hvers og eins – og ástunda um leið heilnæman og virkan lífsstíl – gagnast ekki eingöngu þeim sem eru í meiri hættu en gengur og gerist heldur einnig fólki almennt. Samfara heilnæmu og nærandi mataræði eru fæðubótarefni hluti af forvarnaraðgerðunum, og þá ekki síst hjá þeim sem tilheyra sérstökum áhættuhópum.7

Í skýrslu bandarískrar ráðgjafanefndar um ábyrgð í næringarmálum (The Council for Responsible Nutrition – CRN) var ályktað að hugsanlega væri hægt að spara umtalsverðan kostnað með neyslu fæðubótarefna. Margar rannsóknir hafa sýnt að fæðubótarefni hafa jákvæð áhrif í átt að því að draga úr hættu á tilvikum um ákveðna sjúkdóma.7

Í heildina eru lífsstílsþættir, eins og streita, kyrrseta og skortur á lykilnæringarefnum í fæðunni, þekktir fyrir þátt sinn í því að auka bólgu, sem er beintengd veikara ónæmiskerfi.8 Frá næringarsjónarhóli væri hugsanlega hægt að styðja ónæmiskerfið með því að draga úr neyslu á ofunninni fæðu, áfengi og mettaðri fitu en auka um leið úrvalið af grænmeti í mataræðinu. Með því að borða fjölbreytt úrval af ávöxtum og grænmeti samhliða kjöti, eggjum, hnetum og fræjum, og leggja áherslu á að fá þessi matvæli í daglegu mataræði sínu, ætti að vera auðvelt að tryggja sér þessi næringarefni sem vernda ónæmiskerfið. Þar að auki er unnt að nota fæðubótarefni til viðbótar við fæðuna til þess að uppfylla neysluviðmiðið fyrir hvert næringarefni fyrir sig.

Herbalife hvetur fólk til þess að borða vel samsetta næringu og mælir með mjög fjölbreyttu fæðuvali til þess að ná sér í öll nauðsynleg næringarefni.

Í næringarstefnu Herbalife er lögð áhersla á að ráðleggja fólki að ástunda heilnæman og virkan lífsstíl með vel samsettri næringu sem er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Ráðlögð næringarefnaneysla á dag er brotin niður í flokka sem hér segir:

Allt að 30% af heildarfjölda hitaeininga í fæðunni eiga að fást úr próteini, 30% úr fitu og 40% úr kolvetnum og þar að auki þarf að lágmarki að tryggja sér 25 g af trefjum og reglulega neyslu á ómissandi fitusýrum (ómega 3 og 6). Hægt er fá öll þessi næringarefni úr fæðu og fæðubótarefnum. Þessu mataræði þarf síðan að fylgja ríkuleg vökvaneysla, regluleg hreyfing og nægileg hvíld.

Í vöruúrvali sínu býður Herbalife upp á meginnæringarefni (m.a. prótein fyrir grænmetisætur), örnæringarefni (vítamín og steinefni) og trefjar. Formula 1 máltíðardrykkir og stangir innihalda um 18 grömm af próteini, þegar duftinu er blandað saman við léttmjólk, og yfir 20 vítamín og steinefni til þess að hjálpa fólki að bæta almennt næringarástand sitt. Formula 2 er fjölvítamín með steinefnum sem er ætlað til þess að tryggja okkur fjölbreyttara úrval af þessum ómissandi efnum. Af þeim stuðla vítamínin A, B6, B9, B12, C og D, og steinefnin járn, kopar og selen að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Þegar fæðan nægir ekki til þess að uppfylla daglegt næringarviðmið (NRV) er tilvalið að nota Formula 2 til þess að fylla upp í gloppur í mataræðinu.

Nánari upplýsingar um vöruúrval Herbalife má finna hér

Herbalife Nutrition býður upp á fjölbreitt vöruúrval sem stuðlar að heilnæmri næringu

 

Heimildir

  1. Huang, C. J., Zourdos, M. C., Jo, E. og Ormsbee, M. J. (2013). Áhrif hreyfingar og næringar á offitutengda ónæmisstarfsemi (Influence of physical activity and nutrition on obesity-related immune function). Tímaritið Scientific World Journal, 2013, 752071. doi: 10.1155/2013/752071.
  2. Mangge, H., Becker, K., Fuchs, D. og Gostner, J. M. (2014). Andoxunarefni, bólga og hjarta- og æðasjúkdómar (Antioxidants, inflammation and cardiovascular disease). Tímaritið World Journal of Cardiology, 6(6), 462-477. doi: 10.4330/wjc.v6.i6.462.
  3. Nourazarian, A. R., Kangari, P. og Salmaninejad, A. (2014). Hlutverk oxunarálags í myndun og framvindu brjóstakrabbameins (Roles of oxidative stress in the development and progression of breast cancer). Tímaritið Asian Pacific Journal of Cancer Prevention, 15(12), 4745-4751.
  4. Jaremka, L. M., Fagundes, C. P., Peng, J., Bennett, J. M., Glaser, R., Malarkey, W. B. og Kiecolt-Glaser, J. K. (2013). Einmanaleiki stuðlar að bólgu í bráðu streituástandi (Loneliness promotes inflammation during acute stress). Tímaritið Psychological Science, 1089-1097. doi: 10.1177/0956797612464059.
  5. Ross, A. C., Caballero, B., Cousins, R. J., Tucker, K. L. og Ziegler, T. R. (2014). Nútímanæring hjá heilbrigðum og sjúkum (Modern Nutrition in Health and Disease) (11. útgáfa). Baltimore, Maryland, USA: Útgáfufyrirtækið Lippincott Williams & Wilkins.
  6. Prelog, M. (2006). Öldrun ónæmiskerfisins: áhættuþáttur fyrir sjálfsofnæmi? (Aging of the immune system: a risk factor for autoimmunity?) Tímaritið Autoimmune Reviews, 5(2), 136-9.
  7. Bandarísk ráðgjafanefnd um ábyrgð í næringarmálum (Council for Responsible Nutrition – CRN). Skynsamlegar forvarnir – Sparnaður á heilsugæslukostnaði af völdum hnitmiðaðrar notkunar á fæðubótarefnum (Smart Prevention – Health Care cost savings resulting from the targeted use of dietary supplements).
  8. Huang, C. J., Zourdos, M. C., Jo, E. og Ormsbee, M. J. (2013). Áhrif hreyfingar og næringar á offitutengda ónæmisstarfsemi (Influence of physical activity and nutrition on obesity-related immune function). Tímaritið Scientific World Journal, 2013, 752071. doi: 10.1155/2013/752071.